Í Flóanum |
||
15.04.2012 07:23KvenfélagiðÞað er kunnara en frá þurfi að segja að í hverju samfélagi er öflugt og lifandi kvenfélag bráð nauðsynlegt. Þetta er staðreynd sem við hér í Flóahreppi erum vel meðvituð um. Hér eru starfandi hvorki meira en minna þrjú öflug kvenfélög. Kvenfélag Villingaholtshrepps er eitt þessarra kvenfélaga. Það hefur staðið fyrir öflugri starfsemi hér sveit um áratugi. Félagskonur eru á öllum aldri. Þó að þetta sé kannski ekki fjölment félag er um lifandi félag að ræða þar sem tekist er á við hin fjölbreyttustu verkefni. Á aðalfundi Búnaðarfélags Villingaholtshrepps sem haldin var í Þjórárveri á föstudagskvöldið s.l. var afreksbikar félagsins veittur. Þessi bikar var gefinn búnaðarfélaginu af Búnaðarsambandi Suðurlands á 100 ára afmæli félagsins. Hann er veittur, hverju sinni, þeim aðilum í Villingaholtshreppnum hinu forna sem á einn eða annan hátt telst hafa skarað fram úr að einhverju leiti. Um getur verið að ræða atriði á sviði félagsmála, ræktunnar, íþrótta, lista eða annarra menningarmála. Það var Kvenfélag Villingaholtshrepps sem hlaut bikarinn að þessu sinni er vel að honum komið. Ég óska félaginu til hamingu með það og ekki síður öflugt starf. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is