Í Flóanum

10.05.2012 07:43

Ættarmót

Þann 15. maí n.k. eru 120 ár liðin frá því að hann afi minn Þórarinn Auðunsson (f.15 maí 1892 - d.24 júní 1957)  fæddist. Honum kynnist ég aldrei þar sem hann lést tæpum tveimur árum áður en ég fæddist. Niðjar hans og ömmu minnar Elínar G. Sveinsdóttur ( f. 7 júlí 1898 - d.29 des 1993) ætla að koma saman hér í Flóanum nú á laugardarinn 12. maí.


Þórarinn Auðunsson og Elín G. Sveinsdóttir 1942 á Skeggjastöðum í Mosfellsveit

Hópurinn ætlar að hittast í Egilsstaðakoti hjá ElluVeigu og fjölskyldu hennar upp úr hádegi. Þar verður m.a. fylgst með sauðburðinum hjá Þorsteini Loga og boðið verður upp á kjötsúpu. Seinnipart dagsins er svo meiningin að allur hópurinn komi hingað í Kolsholt. Ætlum við að kynna frændfólki okkar og þeirra mökum og öðrum fylgifiskum hvað hér er verið að fást við. Um kvöldið verður svo grillað í þjórsárveri og vafalaust eitthvað sér til gamans gert.

Að þessu tilefni set ég hér inn á síðuna nýjan tengil (Safn heimilda um ævi og störf ÞA og EGS)sem vísar á efni um æfi og störf afa míns og ömmu. Þau voru af þeirri kynslóð sam upplifðu frá upphafi þær gríðalega miklu breytingar sem urðu á síðustu öld með örum tækniframförum og þjóðfélagbreytingum.




Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar