Í Flóanum |
||
03.06.2012 07:44BrautskráningÞað var ánægulegt að renna í vestur í Borgarfjörðinn á föstudaginn og vera viððstaddur brautskráningu nemenda við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Það var fríður hópur nemenda sem brautskráðir voru frá öllum deildum skólans. Hún Erla Björg var þar á meðal en nú var hún ljúka þriggja ára námi við skólan og útskrífast með BS gráðu í umhverfisskipulagi. Á sama tíma voru söguleg skólaslit hér í Flóanum. Flóaskóli var að brautskrá nemendur úr 10. bekk grunnskóla í fyrsta sinn. Það var ekki síður hátíðleg stund og glæsilegur nemendahópur þykist ég vita. Ég óska öllum þessum nemendum til hamingu með áfangann. Það er alltaf sérstök en upplífgandi stemming við það þegar skólar eru að brautskrá nemendur. Það gefur manni trú á framtíðina. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is