Í Flóanum |
||
18.07.2012 07:29Sumarfrí...eða ekkiNú er sá árstími að þjóðfélagið er meira og minna í dvala vegna sumarleyfa. Starfsmenn sveitarfélagsins eru flestir í sumaleyfum þessar vikurnar. Skólarnir eru ekki starfandi og skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð nú tvær vikur. Það er rólegt í sveitarstjórnarmálunum núna. Ég fæ að vísu fleiri símtöl núna vegna þess að skrifstofan er lokuð. Þetta er fólk að leita uppýsinga um hin ýmsu mál sem viðkemur þjónustu sveitarfélagsins. Það er ágætt að taka vaktina í þessu í einhverja daga en sennilega eru þær á skrifstofunni mikið færari en ég að upplýsa og leiðbeina fólki. ![]() Nú er líka sá tími að tækifæri gæti verið til þess að gera það ekki ekki kemst í verk á öðrum tímum í sveitinni. Aðalheyskaparlotunni er lokið. Nú er tækifærið til þess að mála, girða, laga og bæta það sem aldrei kemst í verk og á að gera þegar "um hægist". Það hefur viljað brenna við að þessi verk safnast gjarnan upp þannig að það er aldrei meira að gera en einmitt þegar loks um hægist. ![]() Annars er rigning núna og er hún kærkomin. Það verður sennilega samt ekki búið að rigna lengi þegar maður verður farinn að agnúst út í það að það skuli rigna. En ég er samt sáttur með það ennþá. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is