Í Flóanum

10.09.2012 07:31

Haust

Seinnipartinn í dag er ráðgert að leggja af stað héðan ríðandi á fjall. Við ætlum að ríða upp í réttir. en þaðan verður svo farið í fyrramálið inn á afrétt.

Eins og í fyrra fer ég á Tangann sem er styðsta leitin í vesturleitinni á Flóamannaafrétti. Við komum á móts við aðra fjallmenn á miðvikudaginn og smölum með þeim fram afréttinn og á fimmtudaginn. Á föstudaginn er svo safnið rekið niður í réttir. Reykjaréttir eru svo á laugardaginn.



Kornakranir hér á bæ voru slegnir um helgina. Metuppskera var um að ræða og áætla ég að u.þ.b. 65 til 70 tonn af þokkalega þroskuðu korni sé hér komið í hús. Kornið var valsað og súrsað í stíu í hlöðunni.

Á föstudaginn tók sveitarstjórn Flóahrepps á móti sveitarstjórnarmönnum í uppsveitum Árnessýslu og mökum þeirra. Mikil og góð samvinna er  með þessum sveitarfélögum á fjölmörgum sviðum. Áttum við góðan dag með þessu fólki.



Fórum með þeim um sveitina í rútu. Stoppuðum m.a. í listasafninu "Tré og list" í Forsæti  þar sem þessi mynd var tekinn af hópnum. Einnig var farið að flóðgátt Flóaáveitunnar á Brúnastaðaflötum. Við enduðum daginn svo með kvöldverði í Vatnsholti.  

Vil ég þakka öllum sem heimsóttum okkur og tóku þátt í þessari ferð fyrir komuna og frábæran dag.

Flettingar í dag: 175
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 442
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 191257
Samtals gestir: 33976
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 18:39:23
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar