Í Flóanum |
||
21.09.2012 07:21VeðurfariðÞað hefur löngum verið þannig að stæðsta og áhrifamesta breytan í afkomu bæði manna og dýra er veðurfarið. Þannig hefur það verið frá örófi alda og er enn. Ekki er allveg víst, að með nútíma lifnaðarháttum, átti sig allir á því. Sú stétt manna sem einna mest er með þetta samhengi á hreinu eru bændur. Nú um miðjan þennan mánuð skall á vetrarveður með fannfergi og ísingu víða norðanlands. Þessi bilur náði þegar verst lét hér aðeins suður fyrir jökla og truflaði smalamensku á afréttum í einn dag. Norðlendingar urðu hinsvegra fyrir töluverðu tjóni. Fjárskaði varð talsverður. Fé fennti og fjöld fólks stóð í stöngu dögum saman við að leita og grafa fé úr fönn og koma því síðan heim. Ég átta mig vel á því hversu erfitt þetta hefur verið og í raun þrekvirki unnið. Tjón varð víða m.a. á raflínum, girðingum og ýmsu öðru. Hjá bændum norðanlands bætist það við að víða, vegna þurrka í sumar, eru heyfengur lítill. Hér í Flóanum hefur tíðarfarið það sem af er þessu hausti verið gott. Þó ekki hafi verið hægt að smala einn daginn í norðurleitini vegna snjóbils var að öðru leiti þokkalegt veður á fjalli. Þegar ég reið innúr á þriðjudaginn í fjallvikunni var ágætis veður og fínt veður framan af miðvikudeginum. Við lentum að vísu í slagviðri í lok dagsins og smalað var í rigningu allan fimmtudaginn. Skyggni var samt þokkalegt á þeim slóðum sem ég fór um. Það var reyndar nokkur þoka austar á afréttinum. Síðustu dagar hafa verið þurrir og hefur kornsláttur gengið vel. Unnið hefur verið dag og nótt við að slá þá akra sem eftir eru í Flóanum og sér nú fyrir endan á því þetta haustið. Hér á bæ er búið að binda rúmlega hundrað rúllur af þurrum hálmi. Við ættum ekki að verða hálmlausið í vetur eins og í fyrra. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is