Í Flóanum |
||
26.09.2012 21:06Að slá í gegn í AmeríkuHaustið 2007 kom ég til Ameríku. Við Kolbrún heimsóttum þá Önnu mágkonu mína og fjölskyldu hennar. Anna hefur verið búsett í Bandaríkunum í rúmlega 50 ár. Við dvöldum hjá henni í hálfan mánuð og tókum okkur ýmislegt fyrir hendur á meðan dvölinni stóð. Hún bjó á þessum tíma norðanlega í New York fylki u.þ.b. 50 km sunnan vð borgina Rochester. Við keyrðum töluvert þarna um og sáum ýmislegt áhugavert. Einn daginn komum við á heilmikla handverkssýningu sem haldinn var þarna skammt frá. Á þessari sýningu var aðallega verið að kynna ull ýmiskonar, prónaskap og vefnað. Við fórum að sjálfsögðu að spyrjast fyrir og leita að því hvort þarna væri eitthvað um íslensku ullina. Margir virtust vita hvað við vorum að tala um en voru ekki vissir um að hana væri að finna á þessari sýningu þar sem um fágæta vöru væru um að ræða. Þó hafði einhver grun um að á svæðinu væri einhver að kynna þessa undraull. Eftir stutta leit á svæðinu sem tók yfir einhverja hektara fundum við í litum sýningabás konu eina sem var að sýna gestum islenska ull. Þegar við fórum að ræða við hana komumst við að því að hún átti sjálf nokkra íslenskar kindur. Hún sagist vera virk í félagsskap um íslensku kindina í Ameríku. Félagsmenn skildist mér að væru þó nokkrir bæði í USA og Kanada. Það sem kom þó kannski mest skemmtilaga á óvart að þegar við vorum að spyrja út í ræktunina hjá þeim var okkur sagt að þessir aðilar kaupa sæði á hverju ári héðan af sæðingastöðvunum. Uppáhalds kindin hennar var meðal annars undan Rektor 00-889 frá Kolsholti í Flóa. Þegar við svo upplýstum að umræddur hrútur Rektor væri okkur fæddur og hefði komið frá okkur á sæðingastöðina á sínum tíma varð konunni eins við og hún væri að hitta í eigin persónu sitt helsta idol. Hún bauð okkur að koma til sín og sjá kindurnar og létum við verða af því nokkrum dögum seinna.
Nú er víða verið að spá og spekúlera í ásetningi lamba og útkomu í mati og vigt á sláturlömbum. Á mánudaginn voru mæld og stiguð hér 23 gimbrar og 11 lambhrútar. Af þessum lömbum völdum við 12 gimbrar og 2 lambhrúta til ásetnings. Sláturlömbin fóru svo á bíl héðan áðan. Það verður spennandi að sjá hvernig þau koma út á morgun. Skrifað af as Flettingar í dag: 180 Gestir í dag: 72 Flettingar í gær: 442 Gestir í gær: 54 Samtals flettingar: 191262 Samtals gestir: 33977 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 19:32:28 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is