Í Flóanum

15.12.2012 07:15

Litbrigði himinsins

Á þessum árstíma er dagsbirtan mjög af skornum skammti. Ég játa það hreint út að ég sakna þess og hlakka alltaf til þegar sól fer aftur að hækka á lofti. Litbrigði himinsins geta aftur á móti verið mikil þennan stutta tíma sem sólin setur mark sitt á daginn í skammdeginu



Hver  árstími hefur sín verkefni og það er nú þannig í Flóanum að alltaf er eitthvað áhugavert um að vera. Þessa dagana er ég að láta sæða þær ær sem ganga. Maður reynir af kostgæfni að velja álitlega hrúta úr hrútastofni sæðingarstöðvarinnar. Aftur á móti hefur maður enga stjórn á því hvaða ær eru að ganga þessa daga. Þannig stundum við saman sauðfjárrækt, forsjónin og ég, þessa dagana.

Eftir helgi er svo fyrirhugð að hleypa hrútinum í verkið. emoticon

 

Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar