Í Flóanum |
||
07.03.2013 15:59Alveg í rusli....Á þriðjudaginn var fór ég ásamt öðrum stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands (SOS) í kynnigarferð á höfuðborgarsvæðið. Við byrjuðum á að heimsækja urðunarstað Sorpu í Álfsnesi, höfuðstöðvar Sorpu og móttökustað Sorpu í Gufunesi. Verkfræðingurinn hjá Sorpu fannst mér komast í kappræðuham er að reyndi að sannfær okkur um sína skoðun á málinu og hrekja það sem aðrir hafa sagt. Þeir sögðu okkur frá gas og jarðgerðarstöð sem nú eru uppi hugmyndir að reisa í Álfsnesi. Þessi stöð á að geta tekið við öllum heimilisúrgangi og ýmsum öðrum lífrænum úrgangi. Eftir að búið er að grófflokka hann með seglum og öðrum vélrænum hætti er hann meðhöndlaður í stöðinni og framleiddur úr honum gas og jarðgerðarefni. Að mínu mati getur verið um áhugaverða lausn að ræða ef þær forsendur sem okkur voru kynntar þarna standast. Við ræddum við þá einnig um hugmyndir um samstarf/sameinigu SORPU og SOS sem uppi hafa verið. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu (eigendur SORPU) hafa haft málið til skoðunnar undan farið ár og beðið hefur verið eftir því að þau segðu álit sitt. Það er orðið löngu tímabært að eitthvað fari að skýrast í þessu máli. Að lokinni heimsókn til SORPU var Íslenska Gámafélagið í Gufunesi heimsótt. Þar skoðuðum við móttökustöðina þeirra og sáum m.a. hvernig innhald grænu tunnunnar var flokkað hjá þeim. Því næst var fyrirtækið Fura í Hafnafirði heimsótt en þeir sérhæfa sig í móttöku á brotajárni sem og öðrum málmum og timbri. Það er áhugavert að sjá eitthvað af því sem verð er að gera í þessum málaflokki og greinilegt að ýmsir eru að ná árangri í því að ná verðmætum úr ruslinu. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is