Í Flóanum |
||
23.03.2013 07:22VorjafndægurÁ miðvikudag var jafndægur að vori. Með hækkandi sól og meiri og lengri dagsbirtu verður tilveran bæði áhugaverðari og skemmtilegri. Það er alltaf tilhlökkunarefni að geta farið að takast á við vorverkin ![]() Í nýliðinni viku var víða komið við. Á mánudagsmorguninn s.l. heimsótti sveitarstjórn Flóahrepps ásamt atvinnu- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins Íslenska Gámafélagið í gömlu Áburðarverksmiðuna í Gufunesi. Þar var okkkur kynnt starfsemi félagsins í endurvinnslu- og endurnýtingarmálum. Í flokkunarskemmuni í Gufunesi Samningur Ísl. Gámafélagsins og Flóahrepps um sorphirðu og móttöku og meðferð á endurnýtanlegum úrgangi rennur út nú í sumar. Stefnt er að áframhaldandi samstarfi með nýjum samningi. Seinnipartinn á mánudaginn renndum við Kolbrún til Njaðvíkur og heimsóttum Óla og Hönnu. Áttum þar góða sund með þeim m.a. buðu þau okkur út að borða á Kaffi Duus í Keflavík. Eftir að hafa gist hjá þeim í Stapakoti fór Óli með okkur í skoðunnarferð á þriðjudagmorguninn. Fórum við út í Garð og að Garðskagavita,um Sandgerði, Hvalsnes, Stafnes, Hafnir og að Reykjanesvita. Þennan Geirfugl (t.v.) hitti ég við Reykjanesvita. Á leiðini heim seinnipartinn á þriðjudag stoppuðum við hjá Bödda og Guju í Hafnafirði. Þau buðu okkur einnig út að borða á Aski í Reykjavík. Eftir góðan mat og gott spjall með þeim var síðan haldið heim. ![]() Á miðvikudagskvöldið var hér í sveit haldinn íbúafundur um skóla og frístundastefnu sveitarfélagsins. Unnið hefur verið að þessari stefnu í vetur og er sú vinna nú langt komin og er stefnt að þvi að hún verðri lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu nú í vor. Á fimmtudagsmorgun byrjaði ég daginn, á eftir morgunverkunum, á að mæta á skipulagsnefndarfund á Laugarvatni. Seinnipartinn var svo fundur hér í Þingborg um málefnni Skólaskrifstofu Suðurlands. Á þennan fund mættu aðilar frá þeim sveitarfélögum sem standa að Skólaskrifstofunni fyrir utan Árborg. Eins og kunnugt er þá hefur Sveitarfélagið Árborg ákveðið að hætta þátttöku í rekstri skrifstofunnar frá og með næstu áramótum. Sveitarfélögin sem eftir standa þurfa nú að bregðast við breyttum aðstæðum í ljósi þessarra ákvörðunnar. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is