Í Flóanum

13.04.2013 07:27

Akureyri

Ég skrapp til Akureyrar í gær en aðalfundur Auðhumlu svf. var þar haldinn. Við tókum flug rúmlega sjö og eftir 40 mín vorum við komin í snjóinn á norðurlandi. Fundurinn hófst ekki fyrr en kl 11 þannig að það gafst tími til skoða sig aðeins um áður. 




Við byrjuðum á að þiggja morgunverð í Kaffi Kú í Garði í Eyjafjarðasveit. Að því loknu heimsóttum við sláturhúsið og kjötvinnsluna hjá Norðlenska. Það var áhugavert að sjá flæðilínuna í kjötskurðinum hjá þeim.



Að því loknu var litið við í mjólkurbúinu hjá MS en þar standa yfir töluverðar framkvæmdir innandyra. Þessar framkvæmdir sem og heilmiklar framkvæmdir hjá MS á Selfossi eru liður í umfangsmiklum breytingu á skipulagi vinnslu hjá fyrirtækinu.


Á fundinum var farið yfir starfsemi fyrirtækisins á síðasta ári, ársreikningur 2012 afgreiddur og kosið í stjórn. Á deildarfundunum ( Auðhumla. () ) vítt og breytt um landið fyrr í vetur var búið að kynna helstu þætti í starfseminni og rekstrarniðurstöðu 2012. Fátt nýtt kom fram á fundinum í gær. Stjórn Auðhumlu var öll endurkjörin og varastjórn einnnig.

Flogið var suður aftur rúmlega sex og var ég komin hingað heim kl 8:00 í gærkvöldi. Þá var gott að láta ferða og fundarþreytuna líða úr sér með því að leggja á  reiðhestana aðeins og taka smá útreiðar í dagslok. emoticon    

clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar