Heyskapur er nú víða kominn af stað hér í Flóanum. Hér á bæ var byrjað að slá á fimmtudagskvöldið. Við slóum u.þ.b. 10 ha og nú er það allt komið í rúllur. Það er ennþá brakandi blíða svo senilega hefði maður átt að slá meira. Samkvæmt veðurspá er ekki víst að gefi til heyskapar í næstu viku.

Eitt mikilvægasta atriðið í heyskap er að þær vélar sem verið sé að nota, bili nú ekki þessa fáu daga á ári sem á reynir. Það eru líka takmörk fyrir hvað hægt er að liggja með nýjar og dýrar vélar á meðan notkunn er ekki meiri en raun ber vitni á venjulegu búi. Við létum nú verða af því samt fyrir þennan heyskap að kaupa nýlega rakstrarvél.
Reynt verður að slíta meira út úr öðrum heyvinnuvélakosti búsins að sinni.