Í Flóanum |
||
23.07.2013 11:35RigningasumarÞetta sumar verður að teljast rigningasumar. Allavega það sem af er komið. Ég er nú eldri en það að ég kippi mér mikið upp við það enda búinn að lifa mörg rigningasumur. Nú í dag er varla hægt að væla mikið yfir því þó það komi einstöku sinnum rigningasumur. Hér áður fyrr var um umtalsvert tjón að ræða í svona sumrum. Þó afkoman í búrekstrinnum byggi enn á heygæðum er hægt með nútímatækni að ná þokkalegum heyjum í svona sumrum. Það breytir því þó ekki að allt gengur bæði hægar og erfilegra en í þurrkatíð. Hér hafa tekið sig upp gamlar uppsprettur og dý í túnum sem hafa verið skraufaþurr undanfarin áraug. Það er betra að festa ekki heyvinnutækin í túnunum. ![]() Þetta rigningasumar, eins mörg önnur hafa verið, er líka frekar kalt. Kosturinn við það er að grasið sprettur seinna úr sér þó heyskapur gangi hægar en æskilegt er. Ókosturinn er að að há sprettur ekki og óvíst hvað hægt verður að treysta á hana til heyskapar. Undanfarið hefur háarheyskapur verið stór hluti af heyforðanum hér í Flóanum. Kornið sprettur líka seint og illa. Þó akranir hafi grænkað snemma í vor og kornið farið vel af stað er staðan núna að það er varla skriðið og komið langt fram í júlí. ![]() Nú gæti maður kannski látið sér detta í hug að fyrst að rignir alltaf og ekki hægt að vera í heyskap alla daga þá hafi maður meiri tíma til þess t.d. að riða út og gera annað skemmtilegt. Það er nú samt ekki allveg þannig, Í rigningatíð taka öll verk meiri tíma og minni tími fer þá í annað. Ég fór samt í góðan útreiðartúr í gær. Fjölskyldan í Lyngholti ásamt fjölskyldunum í Skyggnisholti og Hurðarbaki lögðu upp í hestaferð upp í Hrunamannahrepp í gær. Ég fylgdi þeim af stað héðan úr Flóanum í gær og riðum við upp að Hrepphólum. Áð við bæinn Hnaus í Flóahrepppi Helgi á Hurðarbaki kominn á bak og tilbúinn að ríða af stað Ásta Björg gerir sig líklega til þess að taka hlaðsprettinn með aðstoð foreldra sinna Veður var mjög gott og sennilega besti dagur sumarsins fram að þessu. Þegar komið var yfir Stóru-Laxá bættust fleiri knapar í hóppinn. Ásta Björg í Lyngholti og Helgi á Hurðarbaki deildu hest og hnakk með feðrum sínum og riðu með síðasta spölinn heim að Hrepphólum. Skrifað af as Flettingar í dag: 426 Gestir í dag: 44 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 191066 Samtals gestir: 33895 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 13:45:38 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is