Í Flóanum |
||
30.07.2013 07:42Leikskóli fyrir kálfaÁ hverju hausti heyrir maður ýmsar ævintýrasögur um smölun á nautgripum. Það er nefnilega þannig að nautgripir geta verið allra erfiðustu húsdýr í smölun. Þó það gangi, alla jafna, vel á felstum bæjum að koma mjólkurkúnum í mjaltir kvölds og morgna þá er ekki sömu sögu að segja stundum þegar á að smala geldneytum saman. Hjarðhegðun nautgripa er engu minni en hjá mannfólkinu. Einn styggur kvígukálfur getur gert heila naugripahjörð að óstöðvandi fylkingu sem rennur stjórnlaust á og í gegnum nánast hvað sem er. Þá dugar lítið öll þau farartæki eða hundar sem tiltæk eru til þess að reyna að stýra slíkri hjörð. Menn hafa þó reynt ýmsar aðfarir og beitt bæði traktorum, jeppum og/eða fjórhjólum í slíkri baráttu. Hugsunin hefur þá verið sú að ef maður geti verið nógu fljótur að komast fyrir gripi sem ekki rekst í rétta átt þá sé björninn unnin. Ekki er víst að allar slíkar aðfarir hafi einfaldað málið eða haft róandi áhrif á gripina. ![]() Eitt sinn fyrir mörgum árum þegar verið var að ræða þetta á nautgriparæktarfundi hér í sveit sagði einn sveitungi minn að nauðsynlegt væri að vera með leikskóla fyrir kálfana til þess að fyrirbyggja svona vandamál. Ég er fyrir löngu hættur að sleppa gripum í haga án þess að venja þá vel við að reka út og inn í fjósið áður. Þær kvígur sem settar voru á í vetur eru nú í tamningu. Það er óvenju stór hópur að þessu sinni en eins og löngum hefur verið er misjaft hvað fæðist af kvígukálfum frá ári til árs. Skrifað af as Flettingar í dag: 426 Gestir í dag: 44 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 191066 Samtals gestir: 33895 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 13:45:38 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is