Í Flóanum |
||
05.08.2013 21:27SmaladagurÍ dag var smaladagur hér í Kolsholti 1. Ákveðið var að nota daginn í að reka saman féð og bólusetja öll lömb og gefa ormalyf. Þetta láta menn nú ekki fram hjá sér fara og var allt mitt fólk mætt á svæðið. Verkið gekk fljótt og vel fyrir sig enda mannskapur mikill og góður. Þessi unga dama Kristinsdóttir var að mæta í sínu fyrstu smalamensku til afa og ömmu. Þessi tvö frændsystkini og jafnaldra, Hrafnkell Hilmar í Jaðarkoti og Ásta Björg í Lyngholti eru nú orðin öllu vanari og voru ekki í vafa hvernig á að bera sig að í smalamensku. Þeim fannst rétt að halda heimalingunum selskap ásmt Arnóri Leví og Aldísi Tönju í Jaðarkoti og Hjata Geir í Lyngholti á meðan beðið var eftir því að þeir sem fóru ríðandi um hagana kæmu með féð heim að bæ. Þá er nú betra að standa klár í sinni fyrirstöðu svo féð renni óhikað í réttina. Það er Kolbrún Katla í Lyngholti sem hér fer á eftir fénu ríðandi á honum Undra. Þegar allt féð er komið inn í réttina og búið að loka réttarhliðinu tryggilega er ágætt að skreppa í smá útreiðartúr sér til skemmtunnar. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is