Í Flóanum |
||
13.08.2013 21:59ÍbúaþróunÍ Flóahreppi eru nú 640 íbúar. Það er svipaður fjöldi og hér var búsettur árið 1975. Sá munur er samt á að nú fer íbúum fjölgandi ár frá ári en alla síðustu öld fór þeim fækkandi. Um aldarmótin 1900 voru íbúar á þessu svæði sem nú heitir Flóahreppur um 1200 talsins. Þeim fór svo fækkandi alla öldina, eins og allsstaðar í dreyfbýli, á sama tíma og heildaríbúafjöldi á landinu öllu rúmlega þrefaldaðist. Fæstir voru íbúar hér í sveit svo aldarmótaárið 2000 en þá voru hér búsettir 469 manns. Síðan þá hefur hér verið fjölgun. Mest var hún á árunum 2001 - 2002 og 2007-2009 og svo aftur nú á síðasta ári. Þessi fjölgun hefur hér orðið án þess að hér hafi myndast eiginlegt þéttbýli. Það er mun skemmtilegra verkefni fyrir sveitarstjórnarmenn að glima við þegar íbúum fer fjölgandi heldur en að horfa á stöðuga fækkun. En það er krefjandi verkefni að bregst við fjölgun íbúa. Byggja þarf upp þjónustu sveitarfélagsins á öllum sviðum. Þó skólamálin séu þar lang fyrirferðamest þá hefur íbúaþróunin áhrif á alla málaflokka. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is