Í Flóanum

31.08.2013 07:21

Og það rignir og rignir....

Það er ekki ofsögu sagt að veðrið er áhrifavaldur í daglegu lífi flestra. Það er þó misjaft eftir starfsstéttum hversu mikið veðrið hefur áhrif á afkomu einstaklinga.  Bændur þekkja þetta samhengi vel enda hefur veðurfarið bein áhrif á þeirra rekstur og vinnubrögð frá degi til dags.

Víða um norðurland hafa menn keppst við að smala afréttarlönd í liðinni viku vegna vondrar veðurspár. Skemmst er að minnast norðanáhlaups í byrjun september í fyrra sem olli gífurlegum fjárskaða. Nú taka menn enga áhættu.

Það er nú örugglega meira en að segja það að fara í göngur svona með engum fyrirvara mörgum dögum eða jafnvel vikum áður en ráðgert var. En það þýðir nú lítið að fást um það. Menn eru fyrir löngu búnir að læra það að hyggilegast  er að haga sér eftir veðri og veðurútliti. Veðrið mun ekki haga sér eftir því hvað hentar eða hentar ekki. 

Hér í Flóanum höfum við nú sloppið við fjárskaðaveður að undanförnnu. Hér rignir bara og rignir. Ýmist er rigniing og rok eða rigning og ekki rok. .Víða er háarheyskapur eftir. Jörð er orðin gegnsósa og allstaðar þar sem komast þarf um veðst allt út í drullu. emoticon

Hér áður fyrr í rigningasumrum var talað um að helst væri von til þess að það breytti um Höfuðdag. Höfuðdagur var nú fimmtudaginn og síðan hefur  bara ringt.... emoticon

Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 191052
Samtals gestir: 33894
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:56:46
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar