Í Flóanum |
||
10.09.2013 21:06BrúðkaupÞau Sigmar og Sandra í Jaðarkoti gengu í heilagt hjónaband s.l. laugardag. Þessi dagsetning var fyrir löngu ákveðin hjá þeim m.a. vegna þess að þau höfðu húmor fyrir því að um var að ræða 7. dag september 2013 ( 7. 9. 13 ). Moskinn var dubbaður upp í tilefni dagsins. Fékk m.a. ný númer við hæfi. Að lokinni athöfn í Villingaholtkirkju, sem var þéttsetin á meðan, var boðið til veislu í veislusalnum í Vatnsholti hér í Flóanum. Á annað hundrað manns mætti og fagnaði þessum tímamótum með þeim brúðhjónum. Þau buðu upp á glæsilega matarveislu þar sem allur pakkinn var tekinn með fordrykk, forrétti. aðalrétti og eftirrétti. Á meðan á veislunnni stóð stigu nokkrir gestana á stokk og héldu ræður, Systur Sigmar þær Hallfríður og Erla sungu frumsamdan brag til brúðhjónanna. Allt þetta fór fram við góðar undirtektir annarra gesta og brúðhjónanna. Að lokum spilaði svo hljómsveit fyrir dansi fram eftir nóttu og skemmtu menn sér vel fram undir morgun. Gestir voru víða af landinu og nýttu margir sér það að gista í Vatnsholti. Ég var ekki var við annað en fólki hafi líkað vel þessi heimsókn í Flóann og allir hafi haft gaman af. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is