Í Flóanum |
||
15.09.2013 21:47Með barnadætrum mínum á útreiðumÞað hefur ekki alltaf viðrað vel til útreiða á þessu rigningasumri. Við látum það nú ekki alltaf stoppa okkur. Stundum er það bara spurning um góðan regngalla og kannski aðeins styttri útreiðatúra en annars hefði orðið. Við Aldís Tanja í Jaðarkoti vorum búin að ákveða snemma í sumar að fara saman í ungmennfélagsreiðtúrinn. Þegar kom svo að þeim degi 1. sept. s.l. rigndi hér í Flóanum sem aldrei fyrr. Við létum það ekki stoppa okkur frekar en aðrir Flóamenn. Þátttakendur voru 20 velbúnir knapar á öllum aldri með 38 hross. Það er nú reyndar skemmtilegra að ríða út í góðu veðri og við Aldís eigum ábyggiulega eftir að gera það líka saman seinna. Núna á föstudaginn var riðum við Kolbrún Katla í Lyngholti saman héðan úr Flóanum upp í réttir. (Reykjaréttir á Skeiðum). Reyndar fórum við lengra því við riðum upp á Sandlækjarholt þar sem við mættum vesturleitarsafninu og fylgdum því svo niður í réttir. . Þar hitti Kolbrún m.a. pabba sinn (hann Jón í Lyngholti) sem var að koma af fjalli. Jón fór í norðurleit. Hann lagði af stað á sunnudagsmorguninn fyrir rúmri viku síðan og var því búinn að vera 6 daga á fjalli. . Skrifað af as Flettingar í dag: 412 Gestir í dag: 43 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 191052 Samtals gestir: 33894 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:56:46 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is