Í Flóanum |
||
20.09.2013 21:34Svanasöngur.....Í búskap getur ýmislegt komið upp á og verkefnin eru mörg sem þarf að glíma við. Ekki er alltaf á vísan að róa með ágóðan og allavega betra að ráðstafa honum ekki fyrirfram. Við þekkjum þetta vel í kornræktinni. Þetta sumar verður varla minnst sem gott kornræktarsumar hér í Flóanum. Akrarnir fóru þó ágætlega af stað í vor þannig að maður leyfði sér að vera nokkuð bjrtsýnn í upphafi sumars. Nú voru það allavega ekki þurrkar sem stóðu bygginu fyrir þrifum eins og nokkur undanfarin ár. En það er ekki nóg að rigni. Við þurfum líka sól og hita til þess allt fari nú á besta veg.en á það hefur stórlega skort þetta sumarið. Spretta hefur því verið hæg og byggið þroskast seint. Samt sem áður getur orðið um einhverja uppskera að ræða nú ef færi gefst til þerska fyrir vætu næstu daga. En þá tekur við önnur ógæfan. Sá alfriðaði fugl, Álftin, mætir hér á hverju ári í stórum flokkum um miðjan september. Ef ekki er búið að þreskja byggið þá er hún fljót að hesthúsa og troða niður nokkra hektara. Þessa dagana stendur yfir hér á bæ stanslaus barátta við að reka álftina úr ökrunum. Notaðar eru allar þær aðferðir sem kunna að geta orðið að gagni. Þrátt fyrir það er tjón orðið talsvert. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is