Í Flóanum

30.09.2013 23:37

Mygla

Með velferð og heilsu barna að leiðarljósi var sú ákvörðun tekin að loka húsnæði leikskólans Krakkaborgar hér í sveit og finna honum annan stað á meðan endurbótum á húsnæðinu stendur. Þessi ákvörðun var tekin þegar niðurstöður úr rannsóknum lágu fyrir.  Þær staðfestu að mygla var víða í húsnæðinu.

Það er meiriháttar mál flytja heilan leikskóla í snatri. Starfsfólk leikskólans hefur unnið þrekvirki í þessum aðstæðum. Til bráðabirgða, til þess að forða því að þurfa að loka skólanum allveg hefur verið tekið á móti leikskólabörnunum í félagsheimilinu Félagslundi undanfarna daga. 

Það er ljóst að það húsnæði hentar ekki og nú er unnið að því að finna "varanlega bráðbirgðalausn" þar sem hægt verður að reka leikskólann á meðan á endurbótum og stækkun á húsnæði skólans í Þingborg stendur yfir. Sú vinna mun vænanlega taka a.m.k. ár.


Flettingar í dag: 411
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 567
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 353319
Samtals gestir: 47879
Tölur uppfærðar: 17.11.2025 18:04:55
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar