Í Flóanum |
||
23.10.2013 14:54TamningarÞað fylgir því, þegar maður er að fá folöld, sem að sjáfsögðu eru hin efnilegustu frá fyrsta degi, að það verður að láta reyna á það þegar þau eru komin á tamningaaldur. Það eru liðin æði mörg ár frá því að hér á bæ hafa verið tryppi á tamninga aldri. En eftir að maður ánetjaðist hestamennskunni aftur eftir langt árabil hefur það nánast gerst eins og af sjálfu sér að hér hafa komið folöld á hverju ári. ![]() Hér í högum eru þrjú þriggja vetra tryppi. Tvö eru í eigu fjölskyldunnar í Lyngholti og eitt sem ég á en það er hann Kraftur. Brúnn hestur sem fylgdi sem folald rauði meri sem ég keypti haustið 2010. Merin heitir Valka er minn aðal reiðhestur í dag. Þessi tryppi vori tekinn nú um dagin og tekin í frumtamningu. Við Jón í Lyngholti nutum aðstoðar og aðstöðu hjá Reyni á Hurðarbaki við þetta verkefni.. Ég var nú aðallega í hlutverki gamla mannsins sem horfði á þegar ég gaf mér tíma til að vera með þeim. Tryppin voru tekinn á hverju kvöldi í nokkur skipti í hringgerðinu á Hurðarbaki. Það var gaman að sjá hvað þau eru fljót að læra þegar unnið er markvist og við réttar aðstæður með þau. Og sá brúni er ennþá gríðalega efnilegur eftir þennan skóla. Skrifað af as Flettingar í dag: 168 Gestir í dag: 68 Flettingar í gær: 442 Gestir í gær: 54 Samtals flettingar: 191250 Samtals gestir: 33973 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 17:06:39 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is