Í Flóanum |
||
01.01.2014 07:47NýársnóttGleðilegt ár öll sömul. ![]() Ég vona að þið hafið átt gleðileg áramót og nýársnóttin hafi verið ykkur slysalaus og ánæguleg í alla staði. Sjálfur átti ég frábært kvöld með öllu mínu fólki í gærkvöldi. Strax eftir að kvöldverkum var lokið í fjósinu var komið saman á Bjallanum við árlega áramótabrennu hér í Kolsholtshverfinu. Eftir að hafa horft á brennuna og ýmsar gerðir af flugeldum í góðra vina hópi í góða stund var farið heim í Jaðarkot þar sem Sandra og Sigmar buðu til veislu. Þar voru samankomin auk okkar Kolbrúnu öll okkar börn, tengdabörn, og barnabörn ásamt móður minni alls 16 manns Þótt ýmilegt geti gengið á á nýársnótt samkvæmt þjóðtrúnni var ég ekki var við það. Sagt er m.a. að á nýársnótt fari selir úr hömum sínum og gangi á land, kirkjugarðar rísa, álfar flytja búferlum og kýr tali mannamál. Ég var sofnaður fljótlega eftir miðnætti og svaf fram að því að tímbært var orðið að fara í fyrstu morgunmjaltir á þessu ári núna fyrr í morgun. Þær voru rólegar kýrnar áðan eins og þeim lætur best og ekki að sjá á þeim að þær hafi staðið í stórræðum í nótt. Ég útiloka samt ekki að þær hafi talað mannamál í nótt. Ég hef það fyrir satt að geri þær það, vilji þær hafa næði á meðan. Það er ekki minn stíll að trufla þá sem í næði vilja vera. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is