Í Flóanum |
||
24.01.2014 23:12KolsgarðurSögur herma að Kolur sem bjó í Kolsholti á landnámsöld hafi gert sér tíðförult til Ragnheiðar sem á Ragnheiðarstöðum bjó. U.þ.b 9 km eru á milli bæjanna í beina línu en þar er yfir heilmiklar mýrar að fara. Kolur lét því hlaða garð mikinn á milli bæjanna því ekki þótti honum sæma að hitta Ragnheiði aurugur og blautur. Garður þessi er við Kol kendur og heitir Kolsgarður. Víða sér móta fyrir honum ennþá. Út frá honnum ganga afleggjarar á nokkrum stöðum. Kolsgarður liggur hér beina línu í gegnum "Engjavöllin" suður í Saurbæjarland með stefnu á Hamar. Hann er nokkuð ógreinilegur og erfitt að sjá hann ef maður er staddur niður í engjum. Hann sést aftur á móti oft greinilega í fjarlægð. Standi maður upp á "Hrafnabjörgum" ,sem eru klettar í brekkunni rétt austan við núverandi hús í Jaðarkoti, og horfir niður að Hamri sér maður beint eftir honum. Jarðfræðingar hafa kannað þennan garð hér og telja að hann hafi verið byggður upp um árið 1000 og svo endur hlaðinn um árið 1600. Ekki þekki ég hvaða heimildir eru til um vegagerð hér á landi. Velti samt fyrir mér hvort " Kolsgarður" sé bara ekki upphaf vegagerðar á Íslandi. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is