Í Flóanum |
||
12.03.2014 08:12Skólastarf.Við Margrét sveitarstjóri fórum í heimsókn í skólana á mánudagsmorguninn. Við ræddum við skólastjórana bæði í Flóaskóla og leikskólanum Krakkaborg. Við fórum um allt skólahúsnæðið og hittum starfsfólk og nemendur á báðum skólastigum. Svona heimsóknir höfum við gjarnan farið í reglulega og mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt. Það er gaman að hitta bæði nememdur, kennara og annað starfsfólk skólanna í sinni vinnu. Fyrst og fremst verður maður var við jákvæðni og vinnugleði ásamt metnaði fyrir öflugu skólastarfi. Það er fátt mikilvægara hverju samfélagi en að hafa góðar skólastofnanir. Ég er þeirra skoðunnar að svo sé hér í sveit. Það er fyrst og fremst starfsfólk skólanna undir öflugri forustu skólastjóranna sem tryggja að svo sé. En það þarf samt fleira til. Ef við ætlum að viðhalda hér góðu og öflugu skólastarfi þarf samfélagið allt að vera vakandi yfir því. Við erum öll ábyrg fyrir verkefninu. Það þarf að ríkja traust og virðing fyrir hlutverkum og stöðu hvers og eins, hvort sem verið er að tala um nemendur, kennara, skólastjórnendur, foreldra, sveitarstjórnarmenn, fræðslunefndarfulltrúa eða almenna íbúa sveitarfélagsins. Allir þessir aðila ( má vafalaust telja sérstaklega upp fleiri ) vilja hafa hér góðan og öflugan skóla og allir hafa ákveðnu hlutverki á að skipa svo það geti orðið. Það þarf að ríkja skilningur á sjónarmiðum og hlutverkum hvers og eins. Þannig náum við að vinna saman sem eitt teymi og getum náð árangri. Það næst enginn árangur ef tortryggni ríkir milli aðila og ásaknir ganga vixl um að þessi eigi að gera betur og/eða þessi eða hinn sé ekki að standa sig. Það er farsælla að menn líti sér nær. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is