Í Flóanum |
||
26.03.2014 07:56Höfn í HornafirðiÉg sat stjórnarfund hjá SASS ( Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ) á mánudagskvöldið austur á Höfn í Hornafirði. Ég var kallaður til sem varamaður í forföllum stjórnarmanns. Það er reyndar nokkuð ferðalag að fara austur á Höfn en farið var af stað á bíl héðan úr Flóanum um hádegi á mánudag. Stjórnarmenn voru svo teknir upp í bílinn á leiðinni. Við vorum kominn austur um hálf sex og hófst þá þegar stjórnarfundur. Á fundinum var m.a.farið yfir drög að ársreikningi samtakanna, kynntar voru niðurstöður úr könnunum um húsmæðismál og um gjaldtöku í ferðaþjónustu á Suðurlandi, Stjórnin ályktaði um gjaldtökuna. Skýrt var frá stöðu verkefna úr sóknaráætlun á Suðurlandi og málefni almenningssamgangna á Suðurlandi voru rædd. ásamt ýmsu fleira. Að loknum stjórnarfundi hittum við bæjarstjórn Hornafjarðar. Morguninn eftir ( í gærmorgun ) fór svo Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri með okkur í heimsókn á nokkra athyglisverða staði og kynnti fyrir okkur þá starfsemi sem þar fer fram. Þetta var bæði fróðleg og skemmtileg heimsókn og vel til fundið hjá stjórn SASS að funda svona vítt og breytt um þetta víðferma starfssvæði. Um hádegi var svo keyrt aftur af stað heimleiðis. Nú var betra ferðaveður en á mánudaginn. Þá var nú varla hægt að ferðast fyrir hávaða roki og rigningu. Það var nú nokkur lífsreynsla að fara austur undir Eyjafjöllunum og um Öræfasveitina í suðaustan slagvirði á mánudaginn. Í gær var aftur á móti sól og blíða og nutum við sórbrotins útsýnis á leiðinni heim. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 437 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 191077 Samtals gestir: 33902 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:50:15 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is