Kúabændur héldu árshátíð sína í gærkvöldi í Bændahöllinni. Okkur Kolbrúnu fannst tilhlýðilegt að bregða fyrir okkur betri fætinum og mæta. Þetta var hin besta skemmtun enda kúabændur upp til hópa skemmtilegt fólk.
Boðið var upp á frábæra dagskrá, ljúffengan veislumat og fjörugan dansleik.
Við brunuðum aftur austur í Flóa að lokinni skemmtun og tókum morgunmjaltirnar í morgun.