Í Flóanum

10.05.2014 07:55

Framboð.... (og/eða eftirspurn??)

Á hádegi í dag rennur út frestur til þess að koma fram með framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara hér á landi eftir þrjár vikur.Ég vænti þess að í hverju sveitarfélagi hafi nú síðustu vikur og mánuði hópur fólks velt fyrir sér framboðsmálum.

Það er mikilvægt lýðræðisins vegna að sem flestir hafi skoðanir á því hvaða málefni eigi að leggja áherslu á í hverju sveitarfélagi og ekki síður hvaða mannskap sé best treystandi til að sitja í sveitarstjórn á hverjum stað.

Það er líka að mínu mati hverjum manni holt að velta þessum málum fyrir sér og leggja sitt af mörkum til síns samfélags. Ég mæli eindregið með því að fólk verji einhverjum tíma úr sinni æfi í störf fyrir sitt sveitarfélag með einum eða öðrum hætti. Ég mæli samt ekkert sérstaklega fyrir því að gera það að æfistarfi. 

Nú hafa tvö framboð kynnt framboðslista hér í Flóahreppi. Það er annars vegar T listinn sem bauð fram hér fyrir fjórum árum og svo nýtt framboð F listinn. Bæði þessi framboð hafa sent út kynningarbækling og einnig boðað til kynnigarfundar. 

Ég hvet alla kjósendur í Flóahrepp að kynna sér vel þá valkosti sem í boði verða. Ég get ímyndað mér að ekki endilega verði mikill málefna ágreiningur. E.t.v.snýst þetta frekar um fólkið og hvernig það vinnur að sínum verkefnum. 

Það breytir því samt ekki að ég á bara von á málefnlegri kosningabaráttu og sanngjörnum kosningaúrslitum. emoticon


Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 191052
Samtals gestir: 33894
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:56:46
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar