Í Flóanum

26.05.2014 07:59

Tónlistaskólinn

Sveitarfélögin í Árnessýslu eiga og reka saman öflugan tónlistaskóla. Þar starfar hópur hæfileikaríkra kennara sem halda uppi metnaðarfullu starfi. Þó höfuðstöðvar skólans séu á Selfossi er jafnframt kennt víða um sýsluna. Mikil og góð samvinna er á milli Tónlistaskóla Árnesinga og Flóaskóla og þar stundar fjöldi nemenda tónlistarnám.

Í síðustu viku var ég við skólaslit tónlistaskólans í Flóaskóla. Haldnir voru skemmtilegir nemendatónleikar og prófskýrteini voru afhent. 





Hún Aldís Tanja í Jaðarkoti, sonardóttir mín, hóf nám í þverflautuleik í tónlistaskólanum í haust  Við skólaslitin afhenti Róbert A. Darling skólastjóri tónlistaskólans henni sérstaka viðurkenningu fyrir framfarir og ástundun í vetur.

Ekki laust við að afinn væri stoltur enda hafa afar alltaf leyfi til þess. emoticon



Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 191052
Samtals gestir: 33894
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:56:46
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar