Í Flóanum |
||
14.06.2014 22:36Ný sveitarstjórnÍ dag rann út umboð þeirra sveitarstjórna sem kosnar voru fyrir rúmlega 4 árum og það fólk sem kosið var til sveitarstjórnar 31. maí s.l. fer nú með sveitarstjórnarvaldið. Ég reikna með að í flestu sveitarfélögum verði boðað til fyrsta fundar í vikunni. Fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa oddvita. Ég læt nú af störfum sem oddviti sveitarstjórnar Flóahrepp. Ég hef gengt þeirri stöðu í átta ár eða tvö kjörtímabil. Þetta hefur verið bæði gefandi og skemmtilegur tími og er ég þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að sinna þessu í þennan tíma. Á sínum tíma þegar ég gaf fyrst kost á mér í þetta reiknaði ég alltaf með að þetta væri krefjandi starf og ekki endilega alltaf þakklátt. Ég reiknaði með að það myndu skiptast á sigrar og ósigrar, ánægja og vonbrigði, gaman og alvara. Það má segja að það hafi í stórum dráttum allt gengið eftir. Maður gefur fyrst og fremst kost á sér í þetta vegna áhuga á að hafa áhrif á samfélagið sem maður lifir í. Nú þegar maður hættir er mér efst í huga öll þau ánægulegu samskipti sem maður hefur átt við fjölda fólka á þessum vettvangi. Oddvitastarfið snýst fyrst og fremst um samskipti við fólk, bæði innan sveitar sem utan. Það eru samskipti við bæði samherja og andstæðinga í einstökum málum. Það eru samskipti við pólitískt kjörna fulltrúa og embættismenn og starfsmenn sveitarfélaganna og samtaka þeirra. Sá einstaklingur sem ég hef haft mest samskipi við og unnið mest með í öll þessi átta ár er Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri sem nú lætur einnig af störfum eftir nokkrar vikur. Ég er þeirra skoðunnar að Margrét sé mjög öflugur embættismaður sem vinnur mjög lausnamiðað að öllum verkefnum. Samstarf oddvita og sveitarstjóra þarf að vera gott og það hefur verið það í okkar tilfelli. Ég hef upplifað það þannig að milli okkar hafi strax í upphafi verið fullur trúnaður og gagnkvæmt traust og hreinskilni. Það hefur verið mér mikls virði í mínum störfum og ég þakka Margréti sérstaklega fyrir samstarfið öll þessi ár. Skrifað af as Flettingar í dag: 412 Gestir í dag: 43 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 191052 Samtals gestir: 33894 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:56:46 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is