Á þessum árstíma snýst lífið um heyskap í Flóanum. Það er ýmist verið í heyskap eða verið að bíða eftir þurrki til þess að geta verið í heyskap. Það er annað hvort verið að bíða eftir að spretti nóg eða í angist horft á allt spretta úr sér.



Þetta sumarið spratt vel og snemma. Mér sýndist hér allt vera fullsprottið fyrir Jónsmessu. Það hefur hinsvegar ringt flesta daga og afköstin í heyskapnum ekki allveg í takti við sprettuna. Um síðustu helgi gerði þó þura daga og nú hefur hann stytt upp aftur. Best að fara að slá meira.