Í Flóanum |
||
18.07.2014 07:53UppskeraÞetta sumar ætlar að verða engu minna rigningasumar en í fyrra. Sá munur er nú samt á að það er mun hlýrra. Grasspretta hefur verið mikil í sumar og hér er heyfengur af fyrri slætti talsvert meiri en í fyrra. Það hefur ekki verið auðhlaupið að því að koma rúllunum heim. vegna bleytu. Þau tún sem standa lægst eru nánast að verða ófær og suma daga hefur ringt svo mikið að allstaður vaðast tún út þar sem farið er um. Rígresið sem ég sáði í vor virðist eiga erfitt uppdráttar og uppskera af því ekki orðin mikil. Enda stendur vatn uppi á hluta stykkjanna. Byggið hefur verið að skríða undanfarna daga. Nú held ég að það sé fyrst og fremst sól og hiti sem getur bjargað því að uppskeran verði ásættanleg í kornræktinni. Eigum við ekki bara að reikna með því svo verði. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is