Í Flóanum

27.07.2014 22:46

Flutningur

Það er héðan, af þessum bæ, að frétta að mamma ( Fólkið á bænum ( skrifað í jan. 2012  ) er flutt á Selfoss. Hún hefur keypt íbúð í Grænumörkinni á Selfossi og hefur undanfarnar vikur verið að vinna  í því að flytja þangað. 

Hún hefur nú ekki staðið ein í þeim undurbúningi. Fjölmargir af hennar afkomendum og tengdafólki þeirra hafa aðstoðað hana. Bæði við að standsetja nýju íbúðina og flytja búslóðina héðan.

Hér hefur hún átt heima í rúm 45 ár eða allt frá því að vorið 1969 ftytja foreldrar mínir hingað í Flóann með fjögur börn á aldrinum 8 til 11 ára. Það er talsvert átak að taka sig upp eftir svo langa búsetu og koma sér fyrir á nýjum stað. 







það var svo núna um helgina sem hún flutti. Mitt fólk fjölmennti til hennar í morgun til að óska henni til haminjgu með nýja heimilið. Hennar verður að vísu sárt saknað héðan af ungum sem öldnum.en á sama tíma samgleðjumst við öll með henni vegna þessa áfanga. emoticon


Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 328
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 190766
Samtals gestir: 33867
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar