Í Flóanum

28.08.2014 22:17

Gamla húsið í austurbænum í Kolsholti

Við Kolbrún höfum nú keypt gamla húsið hérna, en eins og fram hefur komið hér, ( Flutningur () ) þá hefur mamma keypt sér íbúð á Selfossi og er fluttt þangað.



Ekki er nú hugmyndin hjá okkur að flytja þangað enda eigum við ágætt hús hér á jörðinni til að búa í. Við reiknum með að leiga það út og eru fyrstu leigendurnir þegar fluttir inn. 

Það eru Erla, Kristinn og Steinunn Lilja ( Fólkið á bænum ( skrifað í jan. 2012 ) sem nú búa í gamla bænum. Það er frábært að hafa þau hér búsett. 

Kannski var það líka þess vegna sem við keyptum bæinn. Til þess að geta valið okkur nágranna. emoticon
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar