Í Flóanum |
||
16.09.2014 07:28RéttirÞað var réttað í Reykjarréttum á Skeiðum s.l. laugardag. Þó ég eigi ekki fé í réttunum mætti ég eins og hundruð annarra manna. Fjölskyldan í Lyngholti áttu reyndar fé réttunum núna. Þau fóru með tíu kindur inn á afrétt í sumar og fullheimtu það aftur nú. Meðal fjallmanna voru þeir félagar Jón í Lyngholti og Stefán Ágúst frændi minn. Ég keyrði þá, hrossin og tíkina upp að Stöðulfelli á þriðjudaginn var. Þaðan riðu þeir svo með öðrum fjallmönnum á "Tangann" inn á afrétt. Á föstudaginn keyrðum við Kolbrún Katla í Lyngholti svo á móti vesturleitarsafninu þegar það var rekið frá Skáldbúðum niður í réttir. Við mættum þeim við Ásaskóla. Kolbrún Katla hafði með sér hnakkinn sinn og reiðhjálminn. Fékk svo einn fjallhestinn hjá pabba sínum þegar við mættum honum og reið með safninu niður í réttir. Réttarstemmingin var góð og ungir sem aldnir tóku til hendinni. Hér á myndinni sést hann Arnór Leví í Jaðarkoti og hún Kara frænka hans skima eftir marki á kindunum og einbeitingin leynir sér ekki. Hún Steinunn Lilja var að sjálfsögðu einnig mætt og fylgdist vel með af réttaveggum með mömmu sinni. Þegar búið var að draga og féð komið á kerru var nestið tekið fram og vantaði ekkert upp á lystina hjá mannskapnum. Þau fóru svo ríðandi heim Kolbrún Katla, Jón og Stefán Ágúst. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is