Í Flóanum |
||
21.12.2014 21:55Jóla hvað!Ég ræddi við einn sveitunga minn í síma um daginn. Hann sagði að ég yrði að fara að breyta síðustu bloggfærslu. Það stóð á endum að ég var ekki fyrr búinn að fjalla um gott tíðafar að það breytti snögglega í ótíð og leiðindi. Það þarf nú kannski ekki að koma á óvart að það geri vetrarveður á þessum árstíma. En nú verður skammdegið ekki meira að sinni og á morgun byrjar daginn að lengja aftur. Það styttist til vors. ![]() Þess dagana er allt þjóðfélagið undirlagt að undirbúningi fyrir jólin. Þetta er að mörgu leyti skemmtilegur tími en stundum finnst manni keyra um þverbak. Ég hef reyndar aldrei skilið skemmtanagildið í því að versla. Það er því kannski ekki skrítið að auglýsingaflóðið og kaupæðið sem rennur á suma þessa dagana angri mig frekar en hitt. ![]() Sem betur fer á ég skilningsríka fjölskyldu svo ég þarf lítið að sinna þessum hluta jólaundirbúningsins. Ég tel það tillitsemi við mig en ekki vegna þess að aðrir fjölskyldu meðlimir hafi gaman af því að versla. Ég hef hingsvegar gaman af því að fylgjast með barnabörnnnum mínum taka þátt í undirbúningi jólanna. Í síðustu viku komum við Kolbrún í Lyngholt að tókum þátt í laufabrauðskurði með hóp afkomenda okkar. Þeir frændur Hjalti Geir í Lyngholti og Arnór Leví í Jaðarkoti tóku smá syrpu í laufabrauðskurðinum. Á fimmtudagskvöldið var okkur svo boðið á jólaskemmtun unglingastigsins í Flóakskóla. Það var að vanda stórkostlega flott sýning hjá unga fólkinu í sveitinni. Dagskránni lauk með frábæru tónlistaratriði frá tónlistarvali skólans. Þar söng Kolbrún Katla í Lyngholti tvö lög við undirleik félaga sinna. Sjálf spilaði hún einnig undir á píanó. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is