Í Flóanum |
||
26.12.2014 21:19VeturÞað er vetrarlegt um að litast nú um jólin. Verkefni dagsins á þessu árstíma er eru fyrst og fremst gegningar, mjaltir kvölds og morgna og svo tilhleypingar. Þess á milli hefur maður það nokkuð rólegt um hátíðirnar. Við rákum tryppin og reiðhestana heim nokkrum dögum fyrir jól og gáfum öllum ormalyf. Þeim er nú svo gefið hey hér norðan við tún. Það líður að því að eitthvað verði tekið inn járnað. Það er ekki bara húsdýrunum sem gefið er hér á þessum bæ. Þegar jörð er undir snjó gefur Kolbrún smáfuglunum hér utan við eldhúsgluggan. Um leið og snjóar eru þeir mættir í mat þó í annan tíma verði maður ekkert var við þá. Síðustu daga hefur svo ein litil hagamús séð sér leik á borði og náð sér í aukabita með þeim. Ég vona að þið öll hafið átt ánæjulegar stundir nú um jól og óska ykkur gleðilegra jólarest. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190696 Samtals gestir: 33862 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:14:35 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is