Í Flóanum |
||
26.04.2015 11:40VorboðarSumardagurinn fyrsti var á fimmtudaginn og ekki seinna vænta en að óska ykkur gleðilegs sumars. Vorboðarnir hafa hver á fætur öðrum birts hér undanfarnar vikur. ![]() Farfuglarnir koma hér á hverju ári þegar sól fer að hækka á lofti. Þeir eru nú misjafnlega snemma á ferðinni eins og æfinlega og ýmsir hafa ekki enn látið sjá sig hér í Flóanum. Aðrir eru þegar önnum kafnir við hreiðurgerð og jafnvel búnir að verpa. Árviss vorboði hér er þegar Ingjaldur í Nesi kemur með áburðinn. Ingjaldur hefur nú í rétt tæp fimmtíu ár keyrt áburð til bænda í Flóanum. Hann mætti hér í síðustu viku og nú bíður áburðurinn hér tilbúinn að fara í flög og á tún. Kuldakast í sumarbyrjun er kannski bara einn af vorboðunum. Alla vega er maður orðinn eldri en það að maður lætur það koma sér á óvart. Nú er frost og þó jarðklaki sé lítill eða enginn er yfirborðið frosið. Það hamlar því að hægt sé að hefja vorverkin að fullu. Eins og oft áður bíður maður óþreyjufullur eftir því að hlýni. Hver hefur ekki lent í þessu? Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is