Í Flóanum |
||
08.12.2015 21:11ÓveðurÞað hefur verið bölvuð ótíð undanfarið sem er engan vegin til upplyftingar í svartasta skammdeginu. Það er svo sem ekki nýtt að tíðarfarið sé misjafn. Það hefur alltaf verið svo síðan ég man eftir mér og verður sjálfsagt áfram um ókomna framtíð. Leiðindar tíð kennir manni bara að meta betur góða verðrið þegar það er í boði. Ég átti að mæta í rannsókn á Landspítalanum á föstudagsmorguninn s.l. Þar sem veðurspá var ótrygg og hér í Flóanum hafði kyngt niður snjó svo miklum að fátítt er eins, um áraraðir, tók ég þann kostinn að fara til Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið. Ég vildi ekki hætta á það að komast ekki í þessa rannsókn. Bæði vegna þess að ég er búinn að bíða eftir því að komast að í þessa rannsókn síðan í febr. s.l. Einnig var ég búinn að taka einhvern ógeðsdrykk dagana fyrir, sem var undirbúningur fyrir rannsóknina og óþarfi að láta það fara til spillis. ![]() Rannsóknin gekk vel. Hún reyndar gekk út að það að eftir að búið var að dæla í mig einhverjum (eitur...)efnum var tekin mynd, fyst kl 10 og svo aftur kl hálf tvö. Verkefni dagsins var því aðalega hvernig maður drepur tíman í rúma 3 klst. í Reykjavík. Ég er ekki góður í þessu og fannst mér tíminn lengi að líða. ![]() Það væri vel þegið ef einhver, sem les þetta, gæti komið með ábendingar til mín um hvað hægt er að gera í Reykjavík í 3 tíma, ef ég skyldi lenda í þessu aftur. ![]() Í gærkvöldi og nótt gekk óveður yfir allt land með tilheyrandi látum og tjónum víða um land. Sem betur fer virðist ekki mannskaði hafa orðið og er það þakka vert. Lögregla og björgunnasveitir höfðu í nógu að snúast sem og starfsmenn ýmissa stofnanna eins og rafveitna, vegagerð o fl. Hér í Flóanum var veðrið aldrei svo slæmt að tjón hlytist af. Reyndar virðist suðaustan áttin sjaldan ná þeim styrk hér eins og annarstaðar hér alllt um kring. Þau hústjón sem ég man eftir að hafa orðið hér í roki eru í suðvestan átt. Þó ekki hafi verið hússkaðaveður í Flóanum var fjandi hvasst á tímabili. Í fyrstu var ekki nein úrkoma og fjótlega varð allveg frostlaust. Einhvern tíman í nótt fór svo að rigna af krafti líka og heyrði ég í gegnum svefninn rokið og rigninguna dynja á húsinu. Þá var dyrabjöllunni hringt..... Það var ekki aðeins óhuggulegt vegna þess að um miðja nótt var að ræða og úti var hávaða rok og lemjandi rigning. Það var ekki síður óhuggulegt vegna þess að þessari dyrabjöllu hafði ekki verið hringt í áraraðir og reyndar enginn dyrabjölluhnappur á húsinu. ![]() Þegar húsið var nýtt, fyrir rúmlega 30 árum, settum við upp dyrabjöllu. Hann vildi nú gjarnan bila hnappurinn við framdyrnar og entist ekki vel. Í leti minni hætti ég að nenna að gera við hann eða skipta um og var hann því oftast óvirkur. Þegar húsið var klætt að utan fyrir rúmum 4 árum var hnappurinn tekinn miður. Allt annað sem dyrabjöllu tilheyrir er svo sem til staðar í húsinu og var meiningin einhvern tíman að reyna til þrautar að fá hnapp við dyrnar sem þolir sunnlennskt veðurfar. Í slagveðrinu í nótt lögðust víraendarnir, þar sem þeir kíktu út úr klæðningunni við útidyrnar, saman eða að álklæðningunni á húsinu þannig að það leiddi á milli þeirra. Dyrabjallan tók að hringja látlaust. ![]() Ég varð að staulast fram úr kl þrjú í nótt og taka til við að aftengja dyrabjölluna svo við gætum haldið áfram að sofa til morguns. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is