Fátt er gleðilegra í þessu lífi en það þegar nýr einstaklingur fæðist. Í gærkvöldi stækkaði fjölskyldan í Lyngholti en þá fæddist þeim Höllu og Jóni dóttir. Litla stúlkan er fimmta barnabarnið okkar Kolbrúnar.

Það er eintóm hamingja að eignast fleiri barnabörn. Ég geri mér vonir um það að þessi unga dama eigi nú eftir að bjástra eitthvað með honum afa sínum eins og öll hin barnabörnin mín gjarnan gera þegar tækifæri gefst.