Í Flóanum |
||
30.01.2011 21:50RaforkuverðiðEins og ýmislegt annað hér í okkar þjóðfélagi þá hafa skipulagsbreytingar á liðum árum í raforkusölumálum leitt af sér vaxandi ójöfnuð og komið illa niður á dreifbýli landsnins. Þegar ákveðið var að aðskilja raforkuframleiðslu og raforkudreyfingu var talað um að það væri gert fyrir neytendur. Markmiðið væri að koma á virkri samkeppni í raforkuframleiðslu sem átti að skila lægra raforkuverði Ekki veit ég hvort einhverjir landsmenn hafi orðið var við þá hagræðingu sem út úr þessu kom. Hitt veit ég vel að við sem í dreyfbýli búum höfum síðan þá eingöngu þurft að búa við hækkandi raforkuverð og það svo um munar. Þetta kemur sérstaklega illa niður á þeim svæðum þar sem treysta þarf á húshitun með rafmagni. Hátt raforkuverð kemur reyndar einnig niður á atvinnusköpun í dreyfbýli og eru dæmi um fyrirtæki sem hafa flutt sig héðan á höfuðborgarsvæðið vegna þessa. Mér finnst þetta óþolandi aðstöðumunur og með öllu óásættanlegt. Ef mönnum er einhver alvara með því að efla byggð í þessu landi þá verður að taka á svona málum. Það vita tilgangslaust að vera að setja eitthvað af almanna fé í byggðamál og til atvinnusköpunnar í dreifbýli ef sífellt er á sama tíma verið að auka kostnað hjá þessum sömu aðilum umfram það sem gerist annarstaðar. Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190696 Samtals gestir: 33862 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:14:35 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is