Í Flóanum |
||
16.06.2012 07:55Júllarar.Í dag eru 100 ár liðin frá því að hann tengdapabbi minn Júlíus Sigmar Stefánsson ( f. 12 jún. 1912 - d 7. okt. 1989. ) fæddist. Afkomendur hans og tengdamömmu Guðfinnu Björg Þorsteinsdóttur ( f. 27 júl. 1916 - d. 29. maí 1984 ). er nú samankomin i tilefni þess vestur í Helgafellssveit. Kolbrún með foreldrum sínum hér á árum áður... ![]() Allur þessi hópur. þ.e. afkomendur þeirra ásamt mökum telur eitthvað á annað hundrað manns. Þetta fólk er búsett um allt land og hluti einnig í Ameríku. Ekki veit ég hvað margir eru mættir að Skyldi í Helgafellssveitina núna. Sjálfur ætla ég að renna þangað vestur á eftir og taka þátt í gleðinni með þeim það sem eftir lifir af helginni. Þó tengdapabbi hafi ekki verið fyrirferða mikill í sínu lífi og var aldrei með háreysti um nokkurn hlut á ég ekki von á að afkomendur hans minnist hans nú með neinni kyrrðarstund. Ég reikna frekar með því að það verði meira hlegið og jafnvel sungið og leikið sér. Það verður mikið talað og talað hátt. Það verður strýtt og skotin munu ganga miskunarlaust manna á milli. Aðallaga munu menn þá hlæga, faðmast og kissast trúi ég. Akkúrat þannig held ég líka að tengdapabba muni hafa líkað þetta best. Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190696 Samtals gestir: 33862 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:14:35 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is