Í Flóanum

05.10.2012 07:26

Minnisblað um leikskóla

Eftirfarandi minnisblað tók ég saman mér og öðrum til upprifjunnar um hvað og hvernig unnið hefur verið að athugun á því með hvaða hætti best er að standa að stækkun á húsnæði leiksksólans hér í sveit. Í þessu minnisblaði er einnig teknar saman þær upplýsingar sem nú liggja fyrir í þessari vinnu.

Minnisblað

Húsnæðismál leikskólans í Flóahreppi hafa verið til skoðunnar að undanförnu og í minnisblaði þessu geri ég grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið.

Í byrjun árs 2011 var ljóst að húsnæði leikskólans var fullnýtt og ekki víst að hægt yrði að tryggja öllum börnum sem þess óska leikskólavist ef börnum fjölgaði áfram í sveitarfélaginu. Hugmyndir voru þá uppi um að setja á stofn vinnuhóp til að kanna með hvaða hætti sveitarfélagið ætti að bregast við.


Horfið var frá því og fræðslunefnd var falið að halda íbúafund um málefnið á fundi sveitarstjórnar 2. febr. 2011. Íbúafundurinn  var haldinn 17. febr. 2011. Fundurinn var boðaður til að fá hugmyndir og álit þeirra sem byggja samfélagið á því hvernig húsnæðismálum leikskólans er best hagað til framtíðar.


Á fundinum var leitast við að svara ákveðnum spurningum um leiðir til að bregðast við húsnæðisvanda skólans. M.a. að hækka aldur inn í skólann, nýta annað húsnæði  í eigu sveitarfélagsins fyrir hluta leikskólans eða setja upp bráðabirgðahúsnæði við leikskólann.


Í samtekt fræðslunefndar (fylgisk.1) um niðurstöður þessa fundar kemur fram að nefndin telur fundinn vart marktækann þar sem fáir almennir íbúar mættu á hann. Taldi fræðslunefnd  tæplega  fært að  færa 5 ára börnin  í Flóaskóla vegna eindreginnar andstöðu starfsfólks leikskólans. Nefndin taldi að svo komnu máli ekki þörf á að stofna vinnuhóp varðandi málefni leikskólans.   


Í kjölfarið var haldinn vinnufundur með fræðslunefnd og sveitarstjórn 22. mars 2011. Þar var ákveðið að skipa vinnuhóp með fulltrúm sveitarstjórnar og fræðslunefndar ásamt leikskólastjóra og umsjónamanni fasteigna til þess að meta viðhaldsþarfir og notkunnargildi húsnæðis leikskólans. Hópurinn hélt 10 fundi á tímabilinu 19. apríl til 30. nóv. 2011.


Verkfræðistofan Mannvit var fengin til þess að leggja mat á viðhalds- og framkvæmdaþörf við endurbætur á núverandi húsnæði skólans. Mannvit var jafnframt falið að leggja mat á mögulega stækkun húsnæðisins og hugsanlegann kostnað við það (fylgisk. 2)


Vegna þess að núverandi húsnæði var þegar svo til fullnýtt reyndi vinnuhópurinn að meta líkur á fjölda leikskólabarna á næstu árum. Horft var til íbúaþróunnar á síðustu árum og hlutfall leikskólabarna á síðustu áratugum. (fylgisk.3) Það var álit  hópsins að miðað við núverandi íbúatölu mætti búast við fjölda leikskólabarna á bilinu 30 til 60. Vinnuhópnum var á fundi sveitarstjórnar 1. júni 2011 sérstaklega falið að skoða framkvæmdamöguleika með tillit til stækkunar húsnæðis leikskólans.


Vinnuhópurinn velti fyrir sér mögulegum ávinningi að því að færa leikskólann frá Þingborg að Flóaskóla. Hópurinn taldi nauðsynlegt að ræða þennan möguleika betur í samfélaginu áður en lengra yrði haldið og lagði til að haldinn yrði íbúfundur um málefnið.


Íbúafundur var haldinn 3. nóv. Vinnuhópurinn tók saman niðurstöður eftir þennan fund (fylgisk. 4) og skilaði síðan af sér með eftirfarandi ályktun:


"Vinnuhópurinn  lítur svo á að hans  vinnu sé lokið.  Það er mat hópsins að kostirnir fyrir Flóahrepp til að stækka húsnæði leikskólans séu tveir. Annarsvegar að gera nauðsynlegar lagfæringar og viðgerðir á núverandi húsnæði skólans ásamt u.þ.b. 80 m2 viðbyggingu (skv. útfærslu 2 í minnisbl. frá Mannvit dags. 25. maí 2011) eða vegna hugsanlegra hagræðingar í rekstrir og möguleika á öflugra skólastarfi að byggja leikskólann upp við Flóaskóla. Til þess að meta hvor kosturinn sé vænlegri  er nauðsynlegt að gera úttekt á aðstöðunni við og í Flóaskóla með tillit til þess að hafa leikskólann þar í framtíðinni."


Í framhaldi af þessu var M2 teiknistofa fengin til þess meta aðsöðuna í og við Flóaskóla með tillit til þessa. (fylgisk.5) Í stuttu máli var niðurstaða sú í þeirri athugun að í og við Flóaskóla væri nægt húsnæði í fermetrum talið fyrir leikskólann jafnvel þó nemendum beggja skólanna fjölgaði á næstu árum.


Samt sem áður er nauðsynlegt að ráðast í einhverjar framkvæmdir við breytingar á húsnæði og gerð leikssvæðis ef farin verði þessi leið. Samkvæmt beiðni sveitarstjórnar gerði M2 teiknistofa  gróft kostaðarmat á ákveðnum útfærslum í því sambandi. (fylgisk.6)


Á vinnufundi sveitarstjórnar með fræðslunefnd 23. maí 2012 var samþykkt samhljóða að leita eftir faglegri og kostnaðarlegri úttekt á leiskólastarfinu miðað við að flytja leikskólann í Flóaskóla eða hafa leikskólann áfrarm í þingborg.


Þeir möguleikar sem kostnaðarmetnir hafa verið með tillit til framkvæmda í þessari vinnu eru eftirfarandi:

  1. Viðgerð og endurbætur á núverandi húsnæði miðað við að stækka skólann ekki og reka bara leikskóla fyrir 40 börn. Áætlaður kostnaður 17,8 millj, (Mannvit maí 2011)
  2. Viðgerð og endurbætur á núverandi húsnæði ásamt því að byggja við 80m3 viðbyggingu. Leikskóli fyrir 55 börn. Áætlaður kostnaður 46,4 millj. (Mannvit maí 2011)
  3. Ný leikskólabygging 440 m2 og 5000 m2 lóð. Núveraðndi húsnæði selt. Leikskóli fyrir 55 börn. Áætlaður kostnaður 138 til 168 millj. (Mannvit maí 2011)
  4. Leikskóla komið fyrir í húsnæði Flóaskóla ásamt því að íbúðarhús við Flóaskóla verði nýtt fyrir skólastarfsemina. Núverandi húsnæði selt (Mannvit maí 2011) Áætlaður kostnaður 7,8 millj. (M2 maí  2012)
  5. Sama og 4 auk þess stækkun á Flóaskóla um 4 kennslustofur. Núverandi húsnæði selt (Mannvit maí 2011) Áætlaður kostnaður 50,9 millj. (M2 maí  2012)
  6. Sama og 4 auk þess stækkun á Flóaskóla um 2 kennslustofur og bygging á íþróttahúsi 1350 m2. Núverandi húsnæði selt (Mannvit maí 2011) Áætlaður kostnaður 409,9 millj. (M2 maí  2012)
  7. Sama og 4 auk þess stækkun á Flóaskóla um 2 kennslustofur og bygging á íþróttahúsi 850 m2. Núverandi húsnæði selt (Mannvit maí 2011) Áætlaður kostnaður 271 millj. (M2 maí  2012)

Það skal tekið fram að um gróft kostnaðarmat er um að ræða. Í aðalatriðum skiptist hann í eftirfarandi þætti í millj. króna.


1 2 3a 3b 4 5 6 7
viðgerð á núv. húsnæði 17,8 14,3 Mannvit 05.11
viðbygging v/Þingborg 32,1 Mannvit 05.11
nýr leikskóli f/grunni 158 Mannvit 05.11
nýr leikskóli f/gr. ódýr 128 Mannvit 05.11
ný leikskólalóð 5000 m2 40 40 Mannvit 05.11
breyting Flóaskóla 10,4 10,4 10,4 10,4 M2 05.12
breyting íb.h v/Flóaskóla 10 10 10 10 M2 05.12
leikskólalóð v/ Flóask. 17,4 17,4 17,4 17,4 M2 05.12
stækkun Flóaskóla 4 st. 43,1 M2 05.12
stækkun 2 st. (m/íþr.h.) 21,5 21,5 M2 05.12
1350m2 íþróttahús  380,6 M2 05.12
850 m2 íþrottahús  241,7 M2 05.12
núverandi leiksk. seldur. -30 -30 -30 -30 -30 -30 Mannvit 05.11
samtals: 17,8 46,4 168 138 7,8 50,9 409,9 271







                                                                                              Þingborg 1. okt 2012

                                                                                              Aðalsteinn Sveinsson

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131422
Samtals gestir: 24078
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 05:27:29
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar