Í Flóanum |
||
10.03.2013 07:23Auðhumla.Auðhumla svf, sem er samvinnufélag mjólkurframleiðenda (allsstaðar af landinu nema úr Skagafirði), stendur nú um þessar mundir fyrir aðalfundum félagsdeilda sinna . Fyrsti fundurinn var haldinn á föstudaginn en það var einmitt í Flóa- og Ölfusdeild félagsins. Á þessum fundum er farið yfir starfsemi og afkomu félagsins. Félagið á og rekur Mjólkursamsöluna ehf (MS) ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga. Rekstur MS er megin verkefnið og afkoman ræðst af árangri í rekstri hennar. Þar skiptir okkur bændur máli, bæði mjólkurmagnið sem hægt er að koma í verð á innanlandsmarkaði og rekstraleg niðurstaða. Afkoma félagsins hefur farði batnandi á síðustu árum og lítilsháttar söluauknig var einnig á síðasta ári. Batnandi afkoma er fyrst og fremst komin til af því að innrikostnaður í fyrirtækinu hefur dregist saman. Það hefur gerst í kjölfar þess að farið hefur verið í umfangsmikla endurskipulagningu í allri mjókurvinnslu í landinu. Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190696 Samtals gestir: 33862 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:14:35 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is