Í Flóanum

12.07.2013 07:19

Fleiri barnabörn

Þessa fallegu mynd tók Kolbrún í gærmorgun stuttu eftir að litla stúlkan á myndinni fæddist. Hún er sjöunda barnabarn okkar og er fyrsta barn Erlu og Kristns.

 
Kristnn sendi mér SMS, fyrr um morguninn þegar ég var að byrja að mjólka, um að þau væru kominn upp á fæðingadeild. Kolbrún, sem var á leiðinni til Reykjavíkur stuttu seinna, ákvað að líta við hjá þeim áður en hún færi suður. Þá var sú lítla bara kominn í heiminn.

Það fylgir því eintóm hamingja að eignast fleri barnabörn. Ég hef trú á að að við eigum eftir að brasa eitthvað saman eins og ég hef haft tækifæri til að gera með öllum mínum barnabörnum. emoticon



Flettingar í dag: 168
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 207
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 374039
Samtals gestir: 48729
Tölur uppfærðar: 1.1.2026 19:11:12
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar