Hér var mikil hátíð haldinn í gær þegar Steinunn Lilja Kristinsdóttir var skýrð. Séra Sveinn Valgeirsson kom hingað og skýrði ungu dömuna. Viðstaddur var nokkur fjöldi ættingja og vina. Við vorum skýrnarvottar ég og föður amma barnsins Sigríður Guðmundsdóttir


Að hætti hússins var slegið upp veislu í tilefni dagsins eins og þeim mæðgum er einum lagið.

Hér eru þær saman á mynd dætradætur mína, elsta og yngsta barnabarnið, Kolbrún Katla og Steinunn Lilja í veislunni í gær og það fer vel á með þeim.

Hér eru svo Steinunn Lilja með foreldrum sínum Erlu og Kristni. Myndin á veggnum í bakgrunninum er af Erlu eins og hún var fyrir örfáum árum.