Í Flóanum |
||
23.02.2014 08:11Meira smjör!Þegar ég var að alast upp var uppgangur í búskap í landinu. Það var í hverri sveit verið að puða við að stækka tún. Það var verið að byggja fjós og fjárhús vítt og breytt um landið. Lífsbaráttan gekk út á að framleiða meiri mjólk og meira kjöt. Það var sú einfalda leið til að auka tekjur og afkomu búanna. Að vísu gekk það ekki alltaf eftir. Tíðafarið hafði afgerandi áhrif og miklu meira en nú er með nútíma tækni og afurðamagnið sveiflaðist til og frá. Afurðir voru aldrei greiddar fullu verði fyrr en eftir á þegar afkoma afurðastöðvanna lá fyrir og hvort s.k. útflutningsuppbætur væru í samræmi við veruleikan sem þær áttu að takast á við. Það lá, ef ég man rétt, ekki fyrir fyrr en í apríl hvert endanlegt afurðaverð var fyrir næst liðið ár. Samt sem áður var bjartsýni ráðandi. Ef illa gekk eitt árið hertu menn bara enn róðurinn og reyndu að auka framleiðsluna til að takast á við áföll úr fortíð og í framtíð. Fyrir mig ungan manninn, á þeim árum, virkaði þetta áhugavert og ögrandi verkefni. En það var svo um það leiti sem ég hóf formlega þátttöku í búskapnum hér á bæ að menn áttuðu sig á því að í óefni var komið. Það var einfaldlega ekki hægt að tryggja afurðaverð fyrir afurðir sem ekki var markaður fyrir. Það hlóðust upp kjötfjöll og smjörfjöll sem enginn vildi bera kostnað af. Þá var farið í ýmsar aðgerðir til að minnka framleiðslu. Það voru settar stærðartakmarkanir á þau útihús sem "Stofnlánadeildin" (sáluga) mátti lána út á og í kjölfarið var einnig farið að verðtryggja öll lán. Síðan voru teknar upp framleiðslutakmarkanir með ýmsum hætti og til urði hugtök eins og kvóti, búmark, ærgildi, kúgildi, greiðslumark og e.t.v. einhver fleiri sem ég man ekki nú Þessar takmarkanir voru með ýmsu móti og misgáfulegar. Þeim fylgdu allskonar reglur og regluverk til draga úr göllum þeirra og þær náðu markmiðum sínum mis vel. Þetta hefur samt verið hluti af veruleikanum allt fram til þessa nú tæplega fjörutíu árum síðar. Nú bregður svo við, aftur á móti, að framleiðslutakmarkanir eiga ekki lengur við. Það vantar meiri mjólk fyrir innanlandsmarkaðinn og skortur á smjöri hefur þegar valdið kúabændum tjóni. Þetta er alveg nýr veruleiki fyrir flesta en getur verið áhugavert tækifæri. Ég vil nú ekki spá til um það hvað langt verður í það að takmarka verður framleiðsluna aftur en þykist vita að íslenskir kúabændur geta vel framleitt það magn sem innanalandsmarkaðurinn þarf á að halda. Það er reyndar stærra verkefni en svo, að auka framleiðsluna eins og þörf er nú, að það verði gert á nokkrum vikum. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190696 Samtals gestir: 33862 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:14:35 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is