Í Flóanum |
||
07.08.2015 21:29SumarÞó ég vilji nú ekki kannast við að sumarið sé að verða búið þá verð ég samt að viðurkenna að nokkuð gengur á það. Leikskólinn hér í sveit er nú aftur tekinn til starfa eftir sumarfrí síðustu 6 vikur. Þeim leiddist það ekkert, yngstu barnabörnunum mínum, ( Ásta Björg í Lyngholti, Hrafnkell Hilmar í Jaðarkoti og Steinunn Lilja í Gamla bænum í Kolsholti) að mæta aftur í leikskólann. Ekki svo að skilja að þau hafi verið í einhverrju reiðileysi síðustu vikur. Það hafa þau sannarlega ekki verið. Það hefur verið endarlaust nóg að gera og ýmislegt verið stundað úti í góðaveðrinu sem hér hefur verið í sumar. Það hefur verið mikið hjólað. Hrafnkell hugar reiðhjóli sínu. (ég held að hann sé að gera við) Ásta Björg telur ekki eftir sér að hjóla á milli bæja hér í Kolsholtshverfinu. Steinunn Lilja og Kolbrún Katla á góðri stund í sumar Steinunn Lilja hefur notið þeirra forréttnda að hafa hana stóru frænku sína í Lyngholti, Kolbrúnu Kötlu, alveg útaf fyrir sig. Kolbrún hefur haft það sem sumarstarf að koma hér á morgnana og passa frænku sína á meðan foreldrar hennar eru í vinnu. Kolbrún Katla lætur sér nú ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún hefur átt það til að koma hér upp úr átta á morgnanna hjólandi og stundum ríðandi. Þá er hún áður búinn að ná sér í hest út í haga heima hjá sér og leggja á og ríða þessa 4 km sem hér eru á milli. Þegar hingað er komið stingur hún hestinum inn í hesthús og gefur honum. Svo þegar hún hefur lokið hér störfum um kl 3 á daginn leggur hún á og ríður heim til sín aftur. Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190696 Samtals gestir: 33862 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:14:35 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is