Í Flóanum |
||
25.08.2015 21:35SumarstörfÞað hefur löngum verið þannig að börn og unglingar sækjast eftir að komast í einhverja launavinnu á sumrin á meðan frí er í skólum. Ég er sannfærður um að það sé þeim bæði holt og gott og ekki síðri menntun sem þau fá í vinnu við sitt hæfi en sú sem þau fá í skólum. Hún Aldís Tanja sonardóttir mín í Jaðarkoti er nú orðin tíu ára gömul. Hún taldi sig nú geta unnið sér inn peninga í sumar. Það varð að samkomulagi milli mín og foreldra hennar að hún kæmi til mín virka daga í sumar og ynni, með mér, að hinum ýmsu verkefnum sem til falla hér á bænum í u.þ.b 2 klst. í senn. Þau er margvísleg verkefnin sem við höfum tekið okkur fyrir hendur í sumar og bæði haft mikið gaman að. Eitt af mikilvægum verkefnum sem við höfum haft með höndum er að ganga frá plastendunum á rúllunum. Einnig höfum við svolítið verið í eftirliti og viðhaldi á girðingum, tínt rusl, þrifið inn í fjósi og ýmislegt fleira. Ég var ánægður með að hafa svona duglegan vinnukraft með mér í sumar. Hann Arnór Leví bróðir Aldísar sótti fast að komast í vinnu líka. En þar sem hann er tveimur og hálfu ári yngri þótti það ekki sanngjarnt að hann fengi strax vinnu. Honum því sagt að hann yrði að bíða þar til hann væri orðinn 10 ára eins og systir sín. Hann hafði nú lag á að spila úr því. Í byrjun sumars fjárfesti hann í gömlu reiðhjóli á bílsskúrssölu hér í sveit og var óðar kominn með hjólið í verktöku. Hann náði sínum fyrsta verktakasamningi við ömmu sína. Hann tók að sér að fara á hjólinu á hverjum degi út að póstkassa og koma með póstinn inn í bæ. Það voru fleiri sem sóttu fast að komast hér í vinnu. Þegar Kolbrún Katla, Hallfríður og Jón í Lyngholti fóru á heimsmeistaramót ísl. hestsins í Danmörku í byrjun ágúst dvöldu þau Hjalti Geir og Ásta Björg hér hjá okkur. Hjalti var óþreitandi að minna mig á að hann hafði lofað því að vera duglegur að hjálpa til þennan tíma. Hann vildi ólmur fá að gera eitthvað og tók m.a. að sér að moka höfrunum í nautin. Þeir frændur Hjalti og Arnór voru segir að ná sér í hin ýmsu verkefni og lágu þá ekki á liði sínu. Nú í dag var Flóaskóli settur. Sumarfríð í skólanum er því á enda og námsbækurnar taka nú við. Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190696 Samtals gestir: 33862 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:14:35 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is