Í Flóanum |
||
Færslur: 2017 Október24.10.2017 09:07Flóamannabók og ættartengsl.Fyrsta vetrardag s.l. var efnt til veislu í Þingborg hér í sveit. Hér var um að ræða. kótilettukvöld á vegum rítnefndar Flóamannabókar og er fjáröflun fyrir það verkafni. Flóamannabók er stórt og metnaðarfullt verkefni.sem felst í ritun byggðasögu svæðisins sem nú heitir Flóahreppur. Í Flóamannbók verður gerð gein fyrir öllum ábúendum á svæðinu frá árinu 1800 til dagsins í dag.eða í rúm 200 ár. Reiknað er með að gefa verkið út í 6 bindum í stóru broti með talsvert af ljósmyndum. Unnið er hörðum höndum að efnissöfnun og ritum bókarinnar en það er Jón M. Ívarsson sagmfræðingur frá Vorsabæjarhól sem skrifar. Nú er áætlað að fyrstu tvö bindin komi út að ári liðnu og fjalla þau um gamla Hraungerðishreppin. Næst verður svo tekist á vð gamla Villingaholtshreppin og síðan gamla Gaulverjabæjahreppinn. Það var fjölmenni í Þingborg á laugardagskvöldið og fólk skemmti sér vel. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, góðan mat og drykki. Brynjólfur Ámundason frá Kambi var að sjálfsögðu þarna. Hann er einn af aðstandendum Flóamannabókar og hefur í mörg ár safnað heimildum og myndum um ábúendur og sögu svæðisins. Sérstaklega, held ég, hefur hann safnað heimildum um gamla Villingaholtshreppinn en hann gaf út ábúendatal Villingaholtshrepps 1800-1981 á sínum tíma. Brynjólfur minnti mig á skyldleika okkar. Þetta varð tilefni þess að ég fór að rifja þetta betur upp með aðstoð íslendingabókar og fyrrnefndu ábúendatali Brynjólfar. Við Brynjólfur erum nefnilega skyldir í fjórða og fimmtalið. Langalangamma mín Formæður mínar () var systir langafa Brynjólfs. Langalangamma mín hét Sigríður Jóhannsdótti ( f.1836 ). Foreldrar hennar voru Jóhann Einarsson ( f. 1791 ) og Guðríður Jónsdóttir ( f.1794 ) Jóhann var úr Flóanum en Guðríður úr Hrunamannahrepp. Þau búa í Efra-Langholti. Þau eignast 10 börn og var Sigríður formóðir mín þeirra yngst. Einar (f. 1884) bróðir hennar bjó í Hellisholtum og var faðir Maríu (f. 1872) sem bjó í Forsæti gift Kristjáni Jónssyni (f. 1866). Þau voru foreldrar þeirra systkina sem lengi búa hér í sveit; Einars í Vatnsholti, Sigurjón í Forsæti , Oddnýar í Ferjunesi og Gests í Forsæti. Annar bróðir Sigríðar langalangömmu minnar var Sigmundur Jóhannsson (f. 1825). Kona hans var Þorbjörg Ámundadóttir (f. 1836), dóttir Ámunda Oddssonar (f.1794) frá Vatnsholti og Jódísar Vigfúsdóttir (f. 1799) frá Fjalli á Skeiðum. Ámundi og Jódís búa fyrst í Vatnsholti og síðan í Súluholti. Eftir að Jódís fellur frá kemur Ámundi að Kambi og er bóndi þar í þrjú ár (1862-1865). Þá taka tengdasonur hans og dóttir Sigmundur og Þorbjörg við búskapnum í Kambi. Þeirra sonur var Ámundi Sigmundsson (f. 1864) sem tók við búskap í Kambi af föður sínum árið 1890. Hans kona var Ingibjörg Pálsdóttir (f. 1864) ættuð af Rangárvöllunum. Þau eignast 11 börn sem reyndar ekki komast öll á legg. Meðal þeirra barna var Ámundi Ámundason (f. 1899) bóndi í Kambi 1929-1970, Ingveldur Ámundadóttir (f. 1903) sem m.a bjó í Súluholtshjáleigu 1944-1956 og Sigmundur Ámundason (f. 1906) sem bjó í Kambi 1926-1931, í Túni 1935-1943, að Laugum 1943-1956 og í Hraungerði 1956-1976. Ámundi Ámundason var faðir Brynjólfs frá Kambi og Ingveldur Ámundadóttir var móðir Guðrúnar í Súluholti. Þó mínar rætur séu ekki héðan á ég þó nokkur skyldmenni í Flóanum þegar komið er í fjórða og fimmta lið. ![]() Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is